
Svartagljúfur
Góður jeppaslóði er inn Fossneshaga, alveg inn að Sneplafossi og frábært að ganga inn með Þveránni. Þar er hægt að skoða fallega fossa og flúðir sem í henni eru. Einnig eru glæsileg gljúfur við bæinn sem heita Bæjargljúfur og Stöðlagljúfur. Þá er Svartagljúfur einnig rétt fyrir innan bæinn.
Skógrækt hefur verið stunduð á jörðinni síðan árið 1993 og eru sum trén orðin 4-5 metra há. Þar fyrirfinnst lerki, birki, sitkagreni og fura.
Landgræðsla hefur verið stunduð á jörðinni síðan 1992, og hafa melar og rofabörð gróið vel upp, á þessum rúmlega 20 árum.
