Hvar erum við

Hvar erum við

Smelltu á myndina til að sjá kort

Bærinn Fossnes

Bærinn Fossnes

Á efri hæð hússins er 8-10 manna séríbúð, nýuppgerð  ásamt eldhúsi, klósetti og sturtu.

Á miðhæðinni er stórt eldhús og góð aðstaða fyrir 20 manns í mat. Þar er jafnframt sjónvarp, setustofa og tveggja manna herbergi ásamt klósetti og sturtu.

Í kjallaranum eru tvö herbergi, 3-4 manna, ásamt klósetti og sturtu.

Tvö 10 fm gestahús eru úti, góð rúm fyrir tvo í hvoru húsi. Notast verður við klósettin í kjallaranum. Í garðinum er svo heitur pottur, fyrir 8-10 manns.

Mjög stutt er í Þjórsádalinn, sundlaugar og hvers kyns afþreyingu.

 

Verðskrá:   2025

Uppábúið rúm: Verð 9.500 kr. nóttin 1. júní – 30. september en 8.000 kr nóttin 1. október – 31. maí
Svefnpoki. Verð  7.500  kr. nóttin 1. júní – 30. september en 6.000 kr nóttin 1. október – 31. maí
Börn yngri en 12 ára. Verð 4.000 kr. nóttin.
Frítt fyrir 0-4 ára.
Hagabeit fyrir hrossið. Verð: 550 kr. nóttin.

Hægt er að fá bæði svefnpokapláss og uppábúin rúm. Hópar geta eldað fyrir sig, einnig er hægt að fá morgunmat og kvöldmat eftir samkomulagi.

Fyrirspurnir eða pantanir í síma 486-6079/895-8079 eða sigrunfossnes@gmail.com.